Lífland hefur það að markmiði að bjóða kúabændum fjölbreytt úrval gæðafóðurs sem hentar mismunandi aðstæðum bænda. Lífland framleiðir fjölbreytt úrval af kjarnfóðri fyrir nautgripi sem skipta má í sex flokka sem skoða má nánar í valstiku á vinstri hönd.
Stein- og snefilefnaskortur er algengt vandamál í íslenskum landbúnaði. Því er mikilvægt fyrir búfjáreigendur að hyggja vel að bætiefnagjöf sem samræmist best því gróf- og kjarnfóðri sem gefið er hverju sinni. Lífland býður upp á fjölbreytt úrval bætiefna og fóðurtengdra hjálparefna fyrir búfénað. Meðal annars við kálfaskitu, selenskorti, doða, súrdoða og öðrum þekktum kvillum. Þessum vörum má skipta í fjóra flokka sem skoða má nánar í valstiku á vinstri hönd.
Viðskiptavinir eru hvattir til þess að leita ráðgjafar við val á kjarnfóðurblöndum, en Lífland leggur upp úr góðri, faglegri ráðgjöf við val á blöndu hverju sinni, blöndunni sem hentar þér.
Allar nánari upplýsingar veita ráðgjafar okkar:
Helgi Eyleifur Þorvaldsson, sími: 540-1131 / helgi@lifland.is
Jóhannes Baldvin Jónsson, sími: 540-1139 / johannes@lifland.is
Ástvaldur Lárusson, sími: 540-1133 / astvaldur@lifland.is
Hinrik Gylfason, sími: 540-1134 / hinrik@lifland.is
Helena Marta Stefánsdóttir, sími: 540-1135 / helena@lifland.is