Lífland hefur um árabil boðið upp á heildarlausnir þegar kemur að því að innrétta kúa- og geldneytafjós. Lífland býður upp á mjög vandaðar innréttingar frá Royal De Boer sem eru framleiddar í hátæknivæddri verksmiðju í Leuwarden í Hollandi. Básabogarnir sem og átgrindur og læsigrindur henta einkar vel fyrir íslenskar kýr.
Básamottur
Lífland býður upp á níðsterkar og endingargóðar básamottur frá Kraiburg í Þýskalandi. Motturnar er ýmist hægt að fá stakar eða í heilum lengjum á hvert svæði.
Upplýsingar um Kraiburg mottur má nálgast hér
Mottur á flóra og steinristar
Lífland býður upp á gúmmímottur á lokaða flóra og steinbita. Motturnar draga úr álagi á klaufir og fætur og auka velferð gripanna.
Flórsköfuþjarkur
Lífland býður upp á flórsköfuþjark frá GEA í Þýskalandi. Hægt er að fá þjarkinn með vinnslubreidd upp á 140, 170 og 200 sm
Kúaburstar
Lífland býður upp á rafdrifna kúabursta frá Strangko ýmist eins eða þriggja fasa. Burstarnir hafa reynst mjög vel í íslenskum fjósum.
Brynning
Lífland býður upp á ýmsar lausnir til brynningar á búfénaði, tunguskálar, brynningarskálar með pinna, flotskálar brynningartrog og skurðdælur til brynningar í haganum.
Loftræsting
Lífland býður upp á Multifan viftur og loftræstistýringar frá Vostermans í Hollandi sem íslenskir bændur eru vel kunnir. Þá býðst einnig fullkominn loftræstibúnaður s.s. loftræstistrompar,veggventlar, viftur og stýringar frá Big Dutchman og Munters.
Sjá frekari upplýsingar um legubása hér
Sjá frekari upplýsingar um átgrindur hér
Sjá frekari upplýsingar um innréttingar fyrir yngri gripi hér
Sjá frekari upplýsingar um milligrindur hér