Vel mætt á Þorraþræl Líflands

Lífland hélt fræðslufundi fyrir kúabændur á fimm stöðum dagana 6. – 9. febrúar.  Fundirnir voru haldnir í verslunum Líflands á Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi og Hvolsvelli.  Auk þess var fundur haldinn á hótelinu að Flúðum.

Tveir sérfræðingar frá Trouw Nutrition fluttu fyrirlestra á fundunum, þau Gerton Husiman og Diana Hof.

Erindi Gertons hét „Fóðrun til framtíðar“.  Í erindinu voru birtar nokkrar staðreyndir um núverandi matvælaframleiðslu í heiminum og því velt fyrir sér hvernig mannkynið muni geta brauðfætt sig árið 2050, þegar áætlað er að mannfjöldi heimsins verður orðinn 9 milljarðar, en jarðnæði verður þá takmarkaðra heldur en nú er, svo og aðgangur að vatni og öðrum gæðum náttúrunnar. 

Diana Hof flutti erindið „Kálfafóðrun, hver er galdurinn“.  Í erindi sínu fjallaði Diana m.a. um mikilvægi þess að kálfurinn fái broddmjólk helst á fyrsta klukkutímanum eftir burð.  Kálfurinn fæðist með mjög ófullkomið ónæmiskerfi og honum er nauðsyn á að fá mótefni úr broddmjólk til þess að þroska það, en þarmar kálfsins eru móttækilegastir fyrir mótefninu á fyrstu klukkutímunum eftir burð.  Þá fjallaði Diana um mikilvægi mjólkurgjafar á fyrstu vikunum, en að kálfurinn þurfi einnig að hafa ótakmarkaðan aðgang að fersku og hreinu vatni allan uppvaxtartímann.  Kálfamjólkurduftið þarf að vera af góðum gæðum og vel uppleysanlegt, því annars nýtist efnainnihald duftsins ekki til þroska kálfsins.   Nauðsynlegt er að mjólkin sé sem næst líkamshita kálfsins, eða um 39°C.  Til þroska vambarinnar þarf kálfurinn að fá gott gróffóður og kjarnfóður ætlað kálfum.  Ekki er heppilegt að gefa kálfum sama kjarnfóður og kýrnar fá.  Þá lagði Diana áherslu á að forðast bæri allt sem valdið gæti streitu hjá kálfinum.  Til dæmis er ekki heppilegt að láta kálf hætta á mjólkurgjöf og færa hann á milli stía á sama deginum.                   

Var góður rómur gerður að þessum erindum og urðu víða fjörlegar umræður við frummælendur í kjölfarið.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana