Veffræðsluerindi um heilbrigðar kýr - myndband

Fimmtudaginn 27. janúar var haldið veffræðsluerindi á vegum Líflands þar sem sérfræðingar Trouw Nutrition fjölluðu um nýjar lausnir til að bæta heilsufar mjólkurkúa. Fundurinn var opinn öllum og vel sóttur.

Heilbrigðar kýr gefa af sér meiri og betri afurðir. Með bættu heilsufari í fjósum landsins má bæta líðan dýranna, hafa bein áhrif á afkomu búanna, bæta vinnuumhverfið og efla ímynd íslensks landbúnaðar. Trouw Nutrition, sem starfar fyrir bændur víða um heim, hefur nú þróað líkan sem er auðvelt í notkun, þar sem bændur geta sjálfir greint stöðuna á búi sínu og í kjölfarið sett sér markmið um bætta afkomu. Í þessari veffræðslu var meðal annars komið inná helstu þekktu áhættuatriðin á lífskeiði mjólkurkúa og hvernig hægt er að mæta þeim með fyrirbyggjandi hætti.

Veffræðsluerindið er núna orðið aðgengilegt og við hvetjum þá sem misstu af því til að líta á það hér fyrir neðan.

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana