Veffræðsluerindi - Fóðrun unghrossa og tamningatrippa á húsi

Í tengslum við Heilsudaga hestsins hjá Líflandi mun Dr. Susanne Braun flytja áhugavert veffræðsluerindi um hvar hægt er að gera betur í aðbúnaði og fóðrun yngri hesta, vandamálum og kvillum sem upp geta komið og skoða hvaða fóður- og bætiefnavörur geta gagnast á þessu skeiði.

Susanne Braun, fagdýralæknir hesta og kírópraktor, sem er íslenskum hestamönnum að góðu kunn, mun miðla af víðtækri þekkingu í máli og myndum auk þess sem opið verður fyrir spurningar sem svarað verður milli efniskafla í erindi hennar.

Veffræðsluerindið er liður í röð þriggja erinda sem haldin verða á næstu mánuðum og verða auglýst nánar á næstunni.
Erindið ókeypis og opið öllum en nauðsynlegt er að skrá sig. Við drögum út heppinn þátttakanda eftir hvert erindi sem hreppir góðan gjafapakka með hestafóðri og bætiefnum!

>> Skráning


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana