Veffræðsla - Fóðrun eldri hrossa og hesta með líkamleg vandamál

Í samstarfi við Lífland mun hin góðkunna Dr. Susanne Braun halda veffyrirlestur 1. mars kl. 17 um fóðrun eldri hrossa og hesta með líkamleg vandamál. Þar mun hún skoða hvernig best er að haga fóðrun eldri hesta og hvernig best er hugað að endingu og langlífi þeirra.
 
Ekki láta áhugaverðan fyrirlestur framhjá þér fara. Heppinn þáttakandi í fyrirlestrinum hreppir góðan gjafapakka með hestafóðri og bætiefnum!
 

Dr. Susanne Braun

Dr. Susanne Braun er íslenskum hestamönnum að góðu kunn. Susanne hefur starfað sem dýralæknir á Íslandi í hátt í tvo áratugi. Hún er sérfræðingur í hestasjúkdómum og auk þess IVCA kírópraktor og reiðkennari ásamt því að vera alþjóðlegur íþróttadómari. Í doktorsritgerð sinni „Health status in Icelandic Horses in Iceland and after import in Germany“ rannsakaði Susanne fjölmarga lífeðlis- og næringarfræðilega þætti í íslenskum hestum, bar saman við efnagreiningar á fóðri hérlendis sem erlendis og kannaði meðal annars hvaða áhrif þeir hefðu á heilsu hesta við álag af völdum flutninga. Susanne vinnur mikið með blóðsýni sem hún tekur úr hestum og sendir út til greiningar og byggir fyrirlestur hennar að talsverðu leyti á niðurstöðum eigin rannsókna.
 
Veffræðsluerindið er ókeypis og opið öllum en nauðsynlegt er að skrá sig hér fyrir neðan. Við drögum út heppinn þáttakanda sem hreppir góðan gjafapakka með hestafóðri og bætiefnum!
 

>> Skráning


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana