Smákökusamkeppni Kornax 2016

SMÁKÖKUSAMKEPPNI KORNAX 9. NÓVEMBER 2016

Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna síðastliðin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jólasmákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og vöru/vörur frá Nóa Síríus  og hljóta vinningshafarnir glæsileg verðlaun. 

Vinningshafinn hlýtur m.a. glæsilega KitchenAid hrærivél

KitchenAid

Keppnin fer svona fram: 

Kökunum skal skilað inn eigi síðar en 8. nóvember 2016 fyrir kl. 16:00 á skrifstofu KORNAX að Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík. Að sjálfsögðu má senda smákökurnar með pósti eða koma með þær fyrr. 

Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Senda skal u.þ.b. 15 smákökur í gegnsæju íláti, krukku eða plastpoka merktum með dulnefni. Miða skal við að smákökurnar séu ekki mikið stærri en 5 cm í þvermál. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal látin fylgja með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni. Hver þátttakandi má einungis senda eina kökutegund. 

1. verðlaun eru KitchenAid hrærivél frá Einari Farestveit, út að borða að verðmæti 30.000 krónur hjá Argentínu steikhús, gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Selfossi, 40.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.

2. verðlaun eru jólahlaðborð fyrir tvo á Argentínu steikhús að andvirði, 30.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.

3. verðlaun eru 20.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.

Dómarar í keppninni í ár eru Eva Laufey Kjaran matarbloggari og þáttastjórnandi, Axel Þorsteinsson konditor, Albert Eiríksson matarbloggari og ástríðukokkur og Auðjón Guðmundsson vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus. 

Verðlaunauppskriftirnar munu birtast í jólablaði Fréttablaðsins sem kemur út í lok nóvember. 

Kornax logo


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana