Nemakeppni Kornax 2021

Föstudaginn 22. október lauk úrslitum í hinni árlegu Nemakeppni Kornax þar sem nemar í bakaraiðn kepptu sín á milli. Þrír nema kepptu í tvo daga til úrslita eftir undanúrslitakeppnina vikuna áður. 

Það var hún Stefanía Malen Guðmundsdóttir frá Bæjarbakaríi sem stóð uppi sem sigurvegari, Finnur Guðberg Ívarsson frá Kökulist lenti í öðru sæti og Matthías Jóhannesson frá Passion lenti í því þriðja. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!

Vinningshafi fékk farandsbikar frá Klúbbi bakarameistara, eignarbikar og flug og gistingu í tengslum við FoodExpo í Danmörku 2022 frá Kornax, auk þess sem Landsamband bakarameistara veitti öllum þremur sætunum peningaverðlaun og gjafapakka.

Kornax stóð fyrir keppninni í samvinnu við bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í MK, Landssamband bakarameistara og Klúbb bakarameistara.  Þátttaka í keppni af þessu tagi er einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast mjög vel í verkefnum eins og verklegu lokaprófi og sveinsprófi. Vínarbrauð, stór brauð, smábrauð, blautdeig og skrautdeig var meðal þess sem keppt var í. 

Keppnin var jöfn og spennandi.  Afurðir keppenda voru glæsilegar og bakarastéttinni til mikilla sóma. Þeir bakarameistarar sem áttu nema í keppninni geta verið stoltir af fulltrúum sínum. 

Sigurvegarar

1

2

3


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana