Nemakeppni Kornax

Nemakeppni Kornax verður haldin 4-5. mars n.k. í Hótel- og matvælaskólanum en forkeppnin verður haldin 26. febrúar n.k. 

Eins og áður er það Kornax ásamt Landssambandi bakarameistara og Klúbbi bakarameistara sem sjá um framkvæmd keppninnar í samvinnu við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. 

Keppnistilhögun er með svipuðum hætti og fyrri ár. Allir nemar, sem eru á námssamningi í bakaraiðn og hafa lokið eða eru að ljúka 1. önn í bakaradeild Hótels- og matvælaskólans í MK, eiga rétt á þátttöku. Þátttaka í keppni af þessu tagi er einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast mjög vel í verkefnum eins og verklegu lokaprófi og sveinsprófi. 

Dómarar eru:
Daníel Kjartan Ármannsson
Rebekka Helen Karlsdóttir og
Elías Þórðarson

Keppendur eru: 
Dörthe Zenker frá Almar bakari
Gunnlaugur Arnar Ingason frá Kökulist
Íris Björk Óskarsdóttir frá Sveinsbakaríi
Stefán Gaukur Rafnsson frá Sveinsbakaríi 
Magnús Steinar Magnússon frá Reyni bakara
Davíð Þór Vilhjálmsson frá Gæðabakstri
Róbert Ómarsson frá Kökuval og
Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir frá Hérastubbi  

Sigurvegari hlýtur glæsileg ferðaverðlaun frá Kornax, bikar frá Landssambandi bakarameistara og farandbikar frá Klúbbi bakarameistara. Allir þáttakendur fá viðurkenningarskjöl og verðlaunapening. 

Afrakstur efstu fjögurra keppenda má sjá á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem verður í Kórnum 6.-8. mars n.k. 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana