Meistaradeild Líflands - Slaktaumatölt úrslit

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir  sigurvegari í slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum.

Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi í kvöld (11. febrúar). Eins og í fyrri keppni var mótið haldið án áhorfenda en sýnt var beint á RÚV2 og streymt var til erlendra áhorfenda á AlendisTV. 

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og hestur hennar Óskar frá Breiðstöðum voru með nokkuð örugga forystu eftir forkeppni með einkunnina 7,97. Þau enduðu einnig sem sigurvegarar í úrslitum með einkunnina 8,20

Árni Björn og Katla frá Hemlu hækkuðu sig í úrslitum í annað sætið úr því sjötta frá forkeppni en Jakob á Kopar frá Fákshólum komu fast á hæla þeirra og enduðu í því þriðja.

 

Lið Top Reiter hlaut liðaplatt­ann en liðið var með tvo knapa í A-úr­slit­um, þá Árna Björn Pálsson og Teit Árnason. Eft­ir gott gengi í slaktauma­tölt­inu hækkaði liðið sig líka úr 5. sæti í liðakeppn­inni yfir í 2. sætið með  92 stig. En efst í liðakeppn­inni er lið Hestvits / Árbakka með 105 stig og í því þriðja er lið Hjarðartúns með 85,5 stig.

Efst­ur í ein­stak­lingskeppn­inni er  Jakob Svavar Sigurðsson úr liði Hjarðartúns með 18 stig en saman í öðru sæti eru þau Jóhanna Margrét Snorradóttir úr liði Hestvits / Árbakka og Árni Björn Pálsson úr liði Top Reiter, bæði með 15 stig.

Niðurstöður úrslita voru eftirfarandi:

  1. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof 8,2
  2. Árni Björn Pálsson - Katla frá Hemlu II - Top Reiter  7,87
  3. Jakob Svavar Sigurðsson - Kopar frá Fákshólum – Hjarðartún 7,83
  4. Jóhanna Margrét Snorradóttir - Bárður frá Melabergi - Hestvit / Árbakki 7,75
  5. Teitur Árnason - Brúney frá Grafarkoti - Top Reiter  7,63
  6. Helga Una Björnsdóttir - Þoka frá Hamarsey – Hjarðartún 7,2

Niðurstöður úr forkeppni:

Sæti

Keppandi

Heildareinkunn

1

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Óskar frá Breiðstöðum

7,97

2-3

Jóhanna Margrét Snorradóttir / Bárður frá Melabergi

7,80

2-3

Teitur Árnason / Brúney frá Grafarkoti

7,80

4

Jakob Svavar Sigurðsson / Kopar frá Fákshólum

7,63

5

Helga Una Björnsdóttir / Þoka frá Hamarsey

7,57

6

Árni Björn Pálsson / Katla frá Hemlu II

7,47

7-8

Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum

7,43

7-8

Hinrik Bragason / Kveikur frá Hrísdal

7,43

9

Davíð Jónsson / Ólína frá Skeiðvöllum

7,33

10

Matthías Leó Matthíasson / Doðrantur frá Vakurstöðum

7,23

11

Viðar Ingólfsson / Skál frá Skör

7,20

12

Siguroddur Pétursson / Eldborg frá Haukatungu Syðri 1

7,10

13

Gústaf Ásgeir Hinriksson / Doktor frá Dallandi

7,07

14

Eyrún Ýr Pálsdóttir / Njörður frá Feti

7,00

15

Bergur Jónsson / Goði frá Ketilsstöðum

6,87

16

Ásmundur Ernir Snorrason / Spyrna frá Strandarhöfði

6,67

17

Ragnhildur Haraldsdóttir / Katla frá Mörk

6,63

18

Arnar Bjarki Sigurðarson / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum

6,53

19

Snorri Dal / Engill frá Ytri-Bægisá I

6,50

20

Sigurður Sigurðarson / Narfi frá Áskoti

6,47

21

Janus Halldór Eiríksson / Blíða frá Laugarbökkum

6,27

22

Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Askur frá Enni

6,10

23

Guðmundur Björgvinsson / Ópera frá Litla-Garði

5,90

24

Glódís Rún Sigurðardóttir / Glymjandi frá Íbishóli

4,97

 

Dómarar kvöldsins voru:

Páll Briem, Svanhildur Hall, Erlendur Árnason, Sigurður Ævarsson og Sigurbjörn Viktorsson.

Yfirdómari kvöldsins var Sigríður Pjetursdóttir.

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana