Lífland styrkir Landsmót hestamanna

Þórir Haraldsson og Axel Ómarsson
Þórir Haraldsson og Axel Ómarsson

Lífland og Landsmót hestamanna undirrituðu í dag samning um samstarf á Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu 30.júní til 6.júlí n.k.

Lífland mun verða með verslun á markaðssvæði Landsmóts og mun auk þess styrkja mótshaldið með ýmsum hætti.

„Við höfum átt gott samstarf við hestamenn í gegn um tíðina, og við komum því að sjálfsögðu veglega að Landsmóti hestamanna í sumar sem er hápunkturinn í starfi hestahreyfingarinnar“ segir Þórir Haraldsson framkvæmdastjóri Líflands.  

Lífland hefur verið styrktaraðili Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts hestamanna um árabil, og hefur verið einn aðalstyrktaraðila á síðustu Landsmótum.

Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna er að vonum ánægður með þessa aðkomu Líflands að mótinu.  „Við hestamenn erum lánsamir að eiga góða og trygga bakhjarla eins og Lífland.  Ég fagna því að okkar góða samstarf eflist nú enn frekar“.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana