Lífland og Kornax óska eftir því að ráða öflugan gæðastjóra



Starfsemi Líflands lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist. Lífland rekur nýja fóðurverksmiðju á Grundartanga sem framleiðir kjarnfóður sem stenst strangar alþjóðlegar gæðakröfur auk þessa rekur Lífland verslanir í Reykjavík og á Akureyri. 

Kornax er eina hveitimyllan á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í mölun og vinnslu á hveiti og öðrum mjölafurðum ásamt innflutningi á tengdum vörum. Nánari upplýsingar á www.kornax.is

 Fyrirtækin munu flytja í nýjar höfuðstöðvar við Brúarvog á næstu mánuðum.

 

Helstu verkefni :

  • Þróun og viðhald gæðakerfa í samstarfi við aðra starfsmenn
  • Úrvinnsla og meðhöndlun gagna úr gæðakerfi
  • Vinna við mælingar og úrvinnsla niðurstaðna.
  • Innri úttektir og eftirfylgni þeirra.
  • Samskipti við opinbera aðila.

 

 

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. matvælafræði eða dýralækningar
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum æskileg
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði og drifkraftur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Færni í ensku og / eða norðurlandamáli

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. Janúar nk.

Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana