Glæsilegir vinningar í árlegri smákökusamkeppni Kornax

Smákökusamkeppni Kornax hefur verið haldin í aðdraganda jólanna í meira en áratug. Þá fá áhugabakarar, stórir sem smáir, tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og keppa um bestu smákökuna, sem þarf að innihalda bæði Kornax hveiti og vöru/vörur frá Nóa Síríus.

Á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í keppninni á hverju ári, enda til mikils að vinna. Líkt og áður verða vegleg verðlaun veitt fyrir þrjár bestu smákökurnar og að auki fá allir sem senda inn smákökur í keppnina glaðning frá Kornax og Nóa Síríus. Sigurvegari keppninnar í ár hlýtur; KitchenAid hrærivel frá Raflandi, gjafabréf frá Nettó, gistingu á Hótel Örk, gjafabréf frá veitingastaðnum Apótekið, miða í Sky Lagoon, ostakörfu frá Mjólkursamsölunni, gjafakörfu frá Nóa Síríus, hamingjuegg frá Nesbú og Kornax hveiti í baksturinn.

Dómarar keppninnar í ár verða Albert Eiríksson, matarbloggari, Þóra Þorgeirsdóttir, sigurvegari keppninnar árið 2021, Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs og sölusviðs Nóa Síríus, Markús Hauksson, bakarameistari og deildarstjóri matvælasviðs Kornax, auk Elenoru Rós Georgesdóttir, einnig þekkt sem ”Bakaranóra” á Instagram og höfundur bókarinnar ”Bakað með Elenoru Rós”.  

Kornax hvetur sem flesta til að setja upp svuntuna og skella sér í baksturinn. Keppniskökur þurfa að berast á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, í síðasta lagi miðvikudaginn 16. nóvember, fyrir kl. 16.

>> Nánari upplýsingar um keppnistilhögun 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana