Frábær þátttaka í smákökusamkeppni Kornax og Gestgjafans

Dómararnir að störfum
Dómararnir að störfum

Frábær þátttaka var í smákökusamkeppni Kornax og Gestgjafans sem haldin var um miðjan október síðastliðinn. Alls bárust 160 uppskriftir og sýnishorn af þeim til keppninnar. Dómarar áttu úr vöndu að ráða því kökurnar í ár voru mjög góðar og ljóst að metnaður keppenda var mikill.

Dómarar í keppninni voru Albert Eiríksson, rithöfundur með meiru, Eva Laufey Hermannsdóttir matarbloggari og þáttagerðarmaður hjá stöð 2, Sigríður Björk Bragadóttir ritstjóri á Gestgjafanum, og Auðjón Guðmundsson, vörumerkjastjóri framleiðslu hjá Nóa Síríus. Öll eru þau miklir sælkerar og lögðu með glöðu geði á sig þá erfiðu vinnu að finna bestu kökurnar.

Líkt og fram hefur komið var skilyrði að kökurnar innihéldu bæði hveiti frá Kornax og súkkulaði frá Nóa Síríus. Sigurvegarinn að þessu sinni reyndist vera Guðríður Kristinsdóttir og  hlaut hún vegleg verðlaun að launum. Dómarar voru sammála um að kökurnar hennar væru fyllilega þess verðar að hljóta nafngiftina Jólasmákakan 2014. Uppskriftir verða birtar í Kökublaði Gestgjafans sem kemur út 7. nóvember n.k.

1. sæti: Guðríður Kristinsdóttir

2. sæti: Chavdar Ivanov

3. sæti: Anna Björg Helgadóttir

Frumlegasta kakan : Dagur Gnýsson


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana