Fáðu LÍF í tún og akra

Lífland hefur innflutning á tilbúnum áburði þetta vorið og er þetta í fyrsta sinn sem félagið býður upp á slíka vöru.  Stefna Líflands er að geta boðið bændum landsins upp á heildarlausnir í búrekstrarvörum og er þessi nýjung liður í þeirri stefnu.

 Áburðurinn er markaðssettur undir heitinu „LÍF“ og slagorðinu „Fáðu LÍF í tún og akra“ sem vísar beint í eiginleika áburðarins og nafn Líflands. Áburðurinn kemur frá írska fyrirtækinu Grassland Agro og uppistaða vöruframboðsins eru fjölkorna blöndur. Grassland Agro er virt fyrirtæki á írska áburðarmarkaðinum og um þeirra hendur fer um fjórðungur alls áburðar sem seldur er á Írlandi þar sem þeir reka þrjár blöndunarstöðvar. Verða alls níu vörutegundir á boðstólunum þetta árið m.a. nokkrar selenbættar.

Nánari upplýsingar um vöruúrvalið og tilhögun tilboðsgerðar veita Berglind Ásgeirsdóttir og Jóhannes Baldvin Jónsson í síma 540-1138 eða á aburdur@lifland.is.

Hér má nálgast verðskrá en athygli er vakin á því að sérkjör eru á flutningi ef tekin eru 6 tonn (12 stórsekki) eða meira af áburði. 

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana