Bændafundir Líflands hafnir

Bændafundasyrpa Líflands hófst í gær með fundum á Flúðum og Hvolsvelli. Góð mæting var á fundina og tókust þeir vel til. 

Á fundunum fjallaði Gerton Huisman, sérfræðingur frá Trouw Nutrition í Hollandi, um hvernig auka má fitu í mjólk á markvissan hátt. Auk þess var fjallað um niðurstöður heysýna frá vetrinum, en heysýnataka og greining á heysýnum hefur verið vaxandi þáttur í þjónustu Líflands á liðnum árum. Nýtt fóðuráætlunar- og bestunarkerfi, NutriOpt, var kynnt til leiks, en kerfið er liður í aukinni þjónustu Líflands á sviði fóðuráætlunargerðar fyrir kúabændur. 

Fundasyrpan heldur áfram, og í dag, þriðjudaginn 25. nóvember verður haldinn fundur á Hótel Höfn, Hornafirði kl. 20:30. Á morgun, miðvikudag, er svo ætlunin að halda hádegisfund á Egilsstöðum kl. 11:30 en á Akureyri kl. 20:30, en ítarlegri dagskrá má finna hér.

Gerton Huisman fjallar um fitu í mjólk

Góð mæting á Flúðum

Helgi Eyleifur uppfærðir fundargesti um fóðuráætlanir og fleira

Fundarhöld á Hvolsvelli


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana