Bætiefni hesta

Blue Hors Organic Zink
Blue Hors Organic Zink

Blue Hors Organic Zink

Vörunúmer BLUE40-511

Blue Hors Organic Zink inniheldur zink og kopar á lífrænu formi sem frásogast auðveldlega í líkama hestsins. 

Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar.
Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðmeð VSK
7.490 kr.
Verðán VSK 6.040 kr.

Blue Hors Organic Zink inniheldur ger og trefjar sem hjálpa til við meltingu og geta styrkt ónæmiskerfið. Hentar vel fyrir hesta með húðvandamál. Zinkskortur getur komið fram í því að hestar verði taugatrekktir eða viðkvæmir. 

Notkun:  Steinefnafóður fyrir hesta. Kurl með eplabragði. 1 kg fata.

Innihald:  Hveiti, sykurrófuhrat, þurrger, epli (bragðbætandi efni)

Aukefni pr. kg: E-vítamín, DL-alfa-tókóferól, 3a700) 1000 mg, bíótín (3a8808) 50 mg, C-vítamín (3a300) 500 mg, kopar, vatnað kopar-(II)- amínósýruklósamband (3b406) 2000,00 mg, sink, vatnað sinkamínósýruklósamband (3b606) 8000,00 mg, selen, L-selenmeþíónín (3b815) 20,00 mg

Greiningarþættir: Kalsíum 2,7% , natríum 0,4% , fosfór 5,3% , magnesíum 1,9%

Nettóþyngd: 1 kg 

Meira um BLUE HORS ORGANIC ZINK

Sink er mikilvægt fyrir almenna virkni líkamans og þá sérstaklega húðarinnar. Hestar með húðvandamál geta notið góðs af sinkgjöf þar sem sink styrkir og eykur þol húðar og felds.

Sink er annar algengasti málmur líkamans á eftir járni og finnst einkum í heilavef, vöðvum, beinum, lifur, brisi, þarmaveggjum og nýrum þar sem sink gegnir hlutverki í flutningi og losun rauðra blóðkorna á koltvísýringi. Það spilar jafnframt hlutverk í virkni yfir 200 ensíma í ótal ferlum líkamans. Sink er því mikilvægur þáttur í að viðhalda virkni frumna, m.a. húðfrumna og sinkgjöf getur stuðlað að bættu ástandi húðar.

Þrátt fyrir virkni sína er sink viðkvæmt fyrir umframstyrk kalks og kopars í fóðri. Við þróun Blue Hors Organic Zink er þetta tekið með í reikninginn þar sem það inniheldur lífrænan kopar til að tryggja sink-kopar jafnvægi. Sink-kopar jafnvægi er mikilvægt þar sem kopar hefur mótvirkni við sink. Þess vegna er mikilvægt að gefa skammt af kopar samhliða sinki og draga þar með úr hættunni á því að frumefnin tvö verði gagnlaus.

Samsetning Blue Hors Organic Zink með eplabragði, viðbættu bíótíni, andoxunarefnunum seleni, C-vítamíni og E-vítamíni gerir það að bætiefni sem frásogast greiðlega og vinnur gegn skaðlegum, frjálsum stakeindum (free radicals), hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið og styður við vöxt heilbrigðra hófa, húðar og hárs.

Tengdar vörur

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is