Verðbreyting á kjarnfóðri

Lífland tilkynnir hér með um hækkun á kjarnfóðri.  Hækkunin er á bilinu 6-9%, mismunandi eftir tegundum.

 Á síðustu mánuðum hefur verð á helstu aðföngum til fóðurgerðar hækkað verulega.

Mest hefur hækkunin orðið á sojamjöli vegna uppskerubrests í S-Ameríku, en einnig hefur korn hækkað talsvert í verði í N-Evrópu. Lífland hefur í fjölmiðlum ítrekað vakið athygli á þessum hækkunum og áhrifum þeirra á verð fóðurs.


Jákvæðu fréttirnar eru þær að gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur að undanförnu styrkst nokkuð og gerir sú styrking það að verkum að hægt er að halda verðbreytingu nú í lágmarki.

 Hækkunin tók gildi mánudaginn 18. júní 2012.

Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 540-1100.

Virðingarfyllst,

F.h. Líflands

 

 

 

 

Bergþóra Þorkelsdóttir

framkvæmdastjóri


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana