Ný fóðurverksmiðja Líflands á Grundartanga

Ný fóðurverksmiðja Líflands 
eykur samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar 

þann 15 Óktóber 2010 var ný fóðurverksmiðja Líflands á Grundartanga í Hvalfirði tekin formlega í notkun. Nýja verksmiðjan markar tímamót varðandi gæði og öryggi fóðurs, sóttvarnir og rekjanleika afurða. Alger aðskilnaður er milli hráefna og hitameðhöndlaðrar vöru sem er forsenda öflugra sóttvarna gegn örverum. Fjárfesting í verksmiðjunni nemur um 1,6 milljörðum króna. Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust í júlí 2009 og alls störfuðu á annað hundrað manns við byggingu hennar. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður rúmlega 60 þúsund tonn á ári.

 

Með því að beita nýjustu tækni sem völ er á í verksmiðju Líflands, er nú kleift að framleiða á Íslandi kjarnfóður sem stenst alþjóðlegar gæðakröfur í alla staði, þ.á.m.  strangar heilbrigðiskröfur ESB, og eflir þannig samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar. 

gæði afurðaViðamesta breytingin er fullkominn aðskilnaður á hráefnum og hitameðhöndluðu fóðri sem bætir sóttvarnir og tryggir fyrir sitt leyti 

Nýja tæknin eykur til muna nákvæmni við íblöndum vítamína, stein- og snefilefna sem eykur aftur öryggi í framleiðslu og þar með gæði vörunnar. Orkunýting við framleiðsluna verður einnig betri en áður.

Auk verksmiðjubyggingarinnar eru  á athafnasvæði verksmiðjunnar birgðageymslur fyrir hráefni til fóðurgerðar og fullbúið fóður en athafnasvæðið er um 10.000 fm að stærð. Birgðageymar verksmiðjunnar rúma um 7.500 tonn og geymslurými fyrir fullbúna vöru er um 500 tonn auk rýmis fyrir sekkjað fóður.

Nýja verksmiðjan bætir verulega við núverandi geymslurými fyrir óunnar kornvörur, sem eru meginhráefni í kjarnfóðri fyrir íslenskan landbúnað. Það er mikilvægt fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar að nokkurra vikna birgðir séu á hverjum tíma á landinu af slíkum hráefnum ef upp koma áföll þar sem ferðir til landsins geta orðið stopular um tíma

Fjárfesting Líflands í nýju verksmiðjunni speglar trú forvígismanna fyrirtækisins á bjarta framtíð íslensks landbúnaðar.

 

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana