Nú er tími hestaferðanna

Hestaferðir eiga stóran stað í hjarta margra hestamanna og margir þjálfa allan veturinn með því sjónarmiði að fara í ferðir á sumrin. Þolþjálfun fyrir hestaferðir og fínstilling fyrir keppnisvöllinn eru ólík form þjálfunar en það er einmitt það sem gerir íslandshestamennskuna svo frábæra. Allir geta fundið eitthvað sem hentar þeirra áhugasviði.

Okkar íslenska form reksturs í hestaferðum er nær óþekkt í Evrópu og jafnvel í heiminum. Annarsstaðar eru hross rekin til í þeim tilgangi að færa þau af einu beitarsvæði á annað, ekki til að ferðast, ferðarinnar vegna. Þetta heillar margan útlendinginn og margir eiga þann draum stærstan að koma til Íslands og upplifa íslenska hestinn í sínu upprunalega umhverfi á stórkostlegu hálendi Íslands.

Það er fátt sem jafnast á við að sitja á gæðingi á dúnmjúkum stígum á hásumardegi, fylgjast með rekstrinum, spá og spögulera í ungu hrossunum sem fá tamningu í rekstrinum sem hvergi fæst annars staðar og þeim eldri sem vita upp á hár hvað stendur til þegar rekið er af stað. Þar sem flestir hafa trússbíl og jafnvel kerru með í för er orðin vakning í því að luma á kjarnfóðurpoka til að hressa upp á lúin ferðahross. Góð regla er að fylgjast vel með rekstrinum og vera vakandi fyrir hrossum sem sýna merki mikillar þreytu. Þessi hross geta náð miklum bata ef þau fá hálft kíló af fóðurbæti, til dæmis Krafti eða Mætti, að kvöldi erfiðs dags eða að morgni, áður en haldið er af stað í dagleiðina. Afar misjafnt er hversu mikið hrossin hvílast í náttstað og þeim mun mikilvægara að gefa kjarnfóður ef manni líst illa á lúinn hest. Það getur farið mjög illa með ungan hest að verða mjög þreyttur og dragast afturúr, ekki síst andlega.

Hjá Líflandi færðu allan þann búnað sem þú þarft í hestaferðina. Regnfatnað, flugnanet, saltsteina, hnakktöskur, teymingagjarðir, múla, reiðtygi og allt sem þarf til að vera klár í hverjar þær aðstæður sem íslensk náttúra og veður geta boðið uppá.

Gleðilegt ferðasumar

Starfsfólk Líflands  


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana