Meistaradeild Cintamani

Þetta er fyrsta árið sem Lífland er með lið í deildinni.
Við erum afar stolt af knöpunum okkar en þeir eru Davíð Jónsson, Sigursteinn Sumarliðason, Guðmundur Björgvinsson, Jakob S. Sigurðsson og John K. Sigurjónsson.

Í kvöld verður keppt í fjórgangi og hefst mótið kl: 19:00 en húsið opnar 17:00. 
Miðasala er í fullum gangi inná tix.is og svo verður bein útsending frá öllum viðburðum á Stöð 2 sport.

Í ár verður keppt í átta greinum: 

Dagsetning     Grein Staðsetning
1. febrúar Fimmtudagur 18:30   Fjórgangur V1 Samskipahöllin, Spretti Kópavogi
15. febrúar Fimmtudagur 19:00   Slaktaumatölt T2 Samskipahöllin, Spretti Kópavogi
1. mars Fimmtudagur 19:00   Fimmgangur F1 Samskipahöllin, Spretti Kópavogi
15. mars Fimmtudagur 19:00   Gæðingafimi TM höllin, Fáki Víðidal
31. mars Laugardagur 13:00   Gæðingaskeið og 150m. skeið  
6. apríl Föstudagur 19:00   Tölt T1 og flugskeið TM höllin, Fáki Víðidal

 

Guðmundur Björgvinsson, liðstjóri, er tamningamaður FT. Hann rekur tamningastöð á Efri-Rauðalæk ásamt konu sinni Evu Dyröy. Guðmundur er m.a. Íslandsmeistari í fjórgangi 2012 og 2015, hefur setið nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu þ.á.m. árið 2013 þegar hann nældi sér í tvö gull á kynbótabrautinni og árið 2015 þegar hann varð heimsmeistari í fjórgangi. Guðmundur var kosinn knapi ársins árið 2012 og 2015 og skeiðknapi ársins 2017 en hann sló Íslandsmetið í 100m. skeið árið 2017. Guðmundur sigraði einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni árið 2013

Davíð Jónsson starfar sem tamningamaður á Skeiðvöllum. Davíð hefur látið mikið að sér kveða á skeiðbrautinni síðustu ár en hann sigraði 100m. skeiðið á LM2012 í Reykjavík á hryssunni Irpu frá Borgarnesi.

Jakob Svavar Sigurðsson er tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hann rekur tamningastöð að Fákshólum. Hann hlaut knapaverðlaun FT á LM2008. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og varð heimsmeistari í tölti árið 2017 á Gloríu frá Skúfslæk. Jakob sigraði B flokkinn á LM2016 á Nökkva frá Syðra-Skörðugili og varð í þriðja sæti í A flokki á Skýr frá Skálakoti. Hann hefur jafnframt verið að gera góða hluti í kynbótasýningum. Jakob var kosinn íþróttaknapi ársins 2012, 2013 og 2017, gæðingaknapi ársins 2016 og knapi ársins 2017. 

John Kristinn Sigurjónsson er tamningamaður FT og starfar við tamningar í Fáki í Víðidal. John hefur verið að gera góða hluti í keppni og kynbótasýningum á undanförnum árum. John sigraði m.a. fimmgang meistaradeildarinnar 2012 á stóðhestinum Konsert frá Korpu.

Sigursteinn Sumarliðason er tamningarmaður á Ármóti. Sigursteinn hefur ná góðum árangri á keppnisvellinum, bæði í gæðinga- og íþróttakeppni, en þá sérstaklega í tölti en hann vann það afrek að verða Landsmótsmeistari í tölti í tvö ár í röð, LM2011 og LM2012 í Reykjavík.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana