Fræðslufundir fyrir kúabændur

Lífland hélt fræðslufundi fyrir kúabændur á fimm stöðum á landinu í síðustu viku.

Þetta er fimmta árið í röð sem Lífland heldur fræðslufundi af þessu tagi. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við hollenska  fyrirtækið Trouw Nutriton.

Dagskrárefni að þessu sinni var „Umbreyting fóðurpróteins í mjólkurprótein – hvaða áhrif hafa gæði gróffóðursins?“. Auk þess var fjallað um niðurstöður heysýna, sem tekin hafa verið í ár af Líflandi og greind af rannsóknarstofunni BLGG í Hollandi. 


Fyrirlestrarnir voru fluttir af Gerton Huisman og Henry T. Weijlen sérfræðingum á sviði fóðurfræði jórturdýra hjá Trouw Nutrition.Fundirnir voru haldnir á Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Flúðum og Hvolsvelli.
Að þessu sinni var kafað nokkuð dýpra í leyndardóma fóðurfræðinnar, heldur en gert hefur verið á fyrri fundum. Var fundarmönnum m.a. sýnt fram á mikilvægi þess að mælieiningingarnar AAT og PBV væru í jafnvægi við samsetningu gróffóðurs og kjarnfóðurs fyrir mjólkurkýr. Þá lögðu fyrirlesararnir áherslu á mikilvægi þess að hvert býli láti greina heysýni og afli sér þannig upplýsingar sem leggja megi til grundvallar frekari ákvörðunum um fóðursamsetningu.

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana