Vel heppnaður Þorraþræll Líflands!

Vel heppnaður Þorraþræll Líflands!

Nú er Þorraþræll Líflands nýafstaðinn og þótti hann takast vel. Umræðuefni fundanna að þessu sinni snérist um hvernig bændur geta hámarkað nýtingu eigin hráefna, þá einkum hverskyns gróffóðurs og byggs.

Gera má ráð fyrir að aukin áhersla verði á komandi árum á fullnýtingu innlendra hráefna, sem og aukna kröfu um minnkandi innflutning á aðföngum til matvælaframleiðslu, bæði til að draga úr sótspori greinanna, sem og til að auka skilvirkni og hagvæmni búa. Má m.a. sjá verulega aukna umræðu um þau málefni í Hollandi um þessar mundir.

Á fundunum fóru tveir erlendir sérfræðingar fóðurþekkingarfyrirtækisins Trouw Nutrition yfir hvernig hámarka megi nýtingu próteina og trénis úr grasi, sem og orku úr byggi, með notkun réttra steinefna og lifandi gerils.
Með því móti minnkar þörf búa á aðkeyptum erlendum hráefnum.
Einnig var farið yfir mikilvæg atriði varðandi öflun gróffóðurs í flatgryfjur eða stæður, en sú aðferð getur dregið úr kostnaði við heyskap með mun minni plastnotkun.

Starfsmenn Líflands vilja þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á fræðslufundi okkar kærlega fyrir komuna.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana