Ráðstafanir vegna COVID-19

Í ljósi útbreiðslu COVID-19 hér á landi hefur Lífland ákveðið að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana sem miða að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Líflands.

Fóður- og matvælaframleiðsla teljast til samfélagslega mikilvægra innviða og því mikilvægt að sem minnst röskun verði á starfseminni. Við gerum enn ríkari kröfur nú þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna í landinu.

Aðgerðir Líflands miða allar að því að lágmarka smithættu og tryggja með því lykilþjónustu. Vinnustöðvum hefur verið skipt upp eins og kostur er, fundum og samkomum hefur verið aflýst og engar utanlandsferðir farnar á vegum Líflands á meðan þetta ástand varir. Þeim tilmælum hefur verið beint til starfsmanna að gæta sérstaklega vel að hreinlæti, handþvotti og ferðum utan vinnutíma.

Við höfum í huga að ástandið er síbreytilegt. Við fylgjumst vel með stöðunni, endurmetum okkar aðgerðir eftir þörfum og fylgjum ráðleggingum embættis landlæknis.

Nánari upplýsingar um stöðu mála veitir Rannveig Hrólfsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri í síma 843-6119 eða rannveig@lifland.is


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana