Nemakeppni Kornax 2015

Dörthe Zenker var hlutskörpust í fyrra
Dörthe Zenker var hlutskörpust í fyrra

Hin árlega nemakeppni í bakstri verður haldin dagana 26. og 27. febrúar og í framhaldinu verða úrslitin 5. og 6. mars.

Kornax, Bakaradeild Menntaskólans í Kópavogi, Landssamband bakarameistara og Klúbbur bakarameistara sjá um framkvæmd keppninnar.

Keppt verður í sömu greinum og undanfarin ár; gerð matbrauða, smábrauða, vínarbrauða, borðskreytingar úr brauðdeigi auk þess sem uppstilling telur einnig til stiga.

Forkeppnin: Forkeppnin verður haldin 26. og 27. Febrúar þar sem skipt verður í
4 – 5 manna hópa og ræðst fjöldi hópa af þátttöku.

Úrslitin: Fjórir keppendur komast áfram úr forkeppninni og verður úrslitakeppnin haldin 5. og 6. mars.

Verðlaun: Vinningshafi hlýtur ferðavinning, Kornax bikar til eignar og farandbikar frá Klúbbi Bakarameistara sem vinningshafi varðveitir í eitt ár.

Úrslitakeppendur fá verðlaunapening og allir keppendur fá viðurkenningarskjöl.

Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í verkefnum eins og verklegu lokaprófi og sveinsprófi.  

Keppnisfyrirkomulag

Forkeppni

  1. 1 stór brauðategund  500 - 800 gr.   10 stk. af teg. Frjáls aðferð.
  2. 1 smábrauðategund  30 stk. á 40 - 80 gr.
    Þema : morgunverðar brauð.  Ekki leyft að rúlla smjörlíki í deigið. Að öðru leyti frjálst.
  3. 3 vínarbrauðstegundir  50 - 80 gr. eftir bakstur. 20 stk. af tegund. 
    Frjáls úrvinnsla úr afgangi af deigi, þó að hámarki úr 1 kg. af deigi.
  4. Skraut stykki. Frjálst þema. 
  5. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu.

Stærð ca. 120 x 80 cm.  með hvítum dúkum. Sérstök athygli skal vakin á því að ekkert annað en  keppnisframleiðslan er leyfð á borðið.

Keppnisreglur í forkeppninni:

26. og 27. febrúar

  • Keppendur í hópi 1 mæta á svæðið kl.  8.30                 
  • Kl. 9.00 hefst forkeppnin.
  • Keppendur hafa 5 klst. sem þeir mega nota að vild. 
  • Ath. allt mjöl og korn skal vera frá Kornax og verður það ásamt öllum grunn-hráefnum á keppnisstað.
  • Engar mjölblöndur (brauðamix) eru leyfðar.
  • Keppendum er heimilt að nota hjálparefni svo sem gernæringarefni, súrdeig, litarefni o.þ.h. að höfðu samráði við dómara.
  • Keppendum er heimilt að koma með slík efni með sér ef þau eru ekki til á keppnisstað en tilkynna skal um slíkt fyrirfram.
  • Öll deig skulu vera fyrirfram útreiknuð og nákvæmlega löguð. Deig afgangar mega ekki vera meiri en 250 grömm í hverri deigtegund.
  • Reiknuð eru 5 refsistig fyrir hver byrjuð 250 grömm eftir það.
  • Keppendur verða að hafa lokið öllu þ.m.t. uppstillingu á 5 klst.
  • Reiknuð eru 5 refsistig á hverjar byrjaðar 15 mínútur sem keppandi fer umfram 5 klukkustundir.
  • Þegar keppandi hefur lokið öllu skal hann láta dómara vita.
  • Keppendur meiga koma með skrautdeig útrúllað, tilbúð til að skera út, fyllingar og  glssúr.
  • Uppskriftum skal skila rafrænt fyrir keppni á asgeir.tomasson@mk.is , gaukur@lifland.is  

Keppendur í forkeppni eru  eftirtaldir: 

Hópur 1: Fimmtud. 26 feb.  -   kl.  9.00-14:00. Mæting kl 8:30
Íris Björk Óskarsdóttir  Sveinsbakarí
Birgir þór sigurjónsson  Passion
Hálfdán Þór Þorsteinsson  Sauðárkróksbakarí
Davíð Alex Ómarsson Icelandair Natura

 

Hópur 2:  Fimmtud. 26 feb.  -   kl.  14.30-19:30. Mæting 14:00
Fannar Sævarsson  Okkar Bakarí
Davíð Þór Vilhjálmsson  Gæðabakstur
Jón Árni Haraldsson  Mosfellsbakarí

Hópur 3:  Föstud 27. feb.  -   kl.  9.00-14:00. Mæting 8:30
Brynjar Pálmarsson Icelandair Natura
Anna María Guðmundsdóttir  Mosfellsbakarí
Gunnlaugur Ingason  Kökulist
Hrólfur Erling Guðmundsson  Björnsbakarí

Sýning keppenda verður kl. 17:00 og úrslit kynnt í framhaldi af sýningu, föstudaginn 27. feb.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana