Metsala á Advance íblöndunarefni

Bændur hafa ekki farið varhluta af vætutíð undanfarið, einkum á Vestur- og Suðurlandi. Erfitt hefur verið að þurrka hey. Við það að votverka hey verður vatnsvirkni í því meiri, sem býður upp á góð skilyrði fyrir ýmsan óæskilegan örveru- sveppa- og mygluvöxt, ásamt aukinni hættu á smjörsýrumyndun. Við hjá Líflandi höfum vart haft undan við að taka við pöntunum og svara fyrirspurnum um Advance Grass íblöndunarefni sem við höfum á boðstólnum.

Próteinríkt, lystugt og óskemmt fóður
Advance Grass inniheldur þrjár tegundir af mjólkursýrugerlum ásamt ensímum sem brjóta niður formbundin kolvetni (t.d. sellulósi, tréni).  Við loftfirrtar aðstæður í innpakkaðri rúllu eða stæðu mynda mjólkursýrugerlarnir mjólkursýru úr sykrum grasanna. Mjólkursýra er ákjósanlegasta afurð gerjunar í fóðri, til að mynda verður niðurbrot próteins í lágmarki. Hún myndar mikinn súr eða allt að pH 4,2. Við svo lágt sýrustig þrífst nánast engin önnur örverustarfsemi t.d ekki smjörsýrugerlar, sem eru verstu óvinir bóndans. Með því að láta ensímin brjóta niður formbundin kolvetni í styttri kolvetnakeðjur, jafnvel í sykrur, er verið að tryggja nægt æti handa mjólkursýrugerlunum og takmarka tap á auðleystum sykrum. Helst mætti líkja þessu við að opna hlið á girðingu til að opna ný beitarlönd. Þegar stæða er svo opnuð að vetri kemst súrefni að fóðri á nýjan leik. Við það hætta mjólkursýrugerlarnir að starfa að undanskildum Lactobacillus brevis. Sá gerill myndar þá edikssýru til að hindra aftur af vexti myglusveppa og annara örvera.

Ein dós af Advance Grass í 50 tonn af uppskeru
Ef bændur hirða hey sem er undir 45% þurrefni, þá mælum við með því að nota Advance Grass íblöndunarefni. Ein 150 g dós af Advance Grass skal blanda í 50 lítra af hreinu vatni. Einn lítri af slíkri lausn dugar í eitt tonn af uppskeru. Ein dós dugar því í 50 tonn af uppskeru.

Vinsamlegast hafið samband við söluráðgjafa Líflands til að panta Advance Grass eða fá nánari upplýsingar. 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana