Lífland opnar í Borgarnesi

Ný verslun Líflands verður opnuð að Borgarbraut 55 þar sem áður var rekin efnalaug og blómabúð. Verslunin mun byggja á reynslu Gunnfríðar Harðardóttur sem hefur rekið Knapann í áratugi en hún mun reka verslun Líflands í Borgarnesi. Verslunin mun bjóða upp á fjölbreytt úrval af vörum fyrir bændur og hestamenn auk breiðs úrvals af gæludýravörum. Einnig verður til sölu úrval af girðingarefni, rekstrarvörum, bætiefnum og fóðri sem Lífland framleiðir og selur til bænda.

Með þessu móti vill Lífland efla verslun á landsvísu. Fyrirtækið hefur kappkostað að vera með vörur á samkeppnishæfu verði um allt land og sér tækifæri í því að auka þjónustu við fólk á vesturlandi með opnun nýrrar verslunar á svæðinu.

Kjarninn í starfsemi Líflands er að styðja við lífið í landinu. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hvers kyns búskap og búfjárrækt.

Lífland rekur tvær verksmiðjur, annars vegar fóðurverksmiðju á Grundartanga og hins vegar hveitimyllu í Korngörðum Reykjavík sem framleiðir hveiti undir merkjum Kornax. Verslanir Líflands eru á Lynghálsi Reykjavík, Lónsbakka Akureyri, Efstubraut Blönduósi og nú á Borgarbraut í Borgarnesi. 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana