Hestadagur Líflands

Sunnudaginn 7. febrúar býður Lífland til Hestadags í Samskipahöllinni (Sprettshöllin).

Allir velkomnir og ókeypis inn
- Veglegir happdrættisvinningar í boði - 

Höllin opnar kl. 12 og verður ýmislegt tengt íslenska hestinum á boðstólum. Má þar nefna kynningarbása frá hestamannafélögum í Reykjavík og nágrenni sem kynna vetrardagskrá sína, hestabrautum háskóla og framhaldsskóla, Þorgrími Einarssyni listmálara, Landssambandi hestamanna, Pavo hestafóðurframleiðanda, Hrímni, Top Reiter og Líflandi. Lífland kynnir m.a. endurbætur á hestafóðrinu Krafti og Mætti.

Tilgangur dagsins er að kynna hvað er í gangi í íslenskri hestamennsku í dag en á boðstólum er efni jafnt fyrir lengra komna og þá sem vilja kynna sér út á hvað hestamennskan gengur.

Boðið verður upp á fyrirlestra jafnt og þétt yfir daginn þar sem fóðursérfræðingurinn Rob Krabbenburg frá Pavo í Hollandi mun ræða um fóðrun keppnishrossa „Feeding sporthorses: tricks and tips“  og fóðrun ræktunarhrossa „Feeding mares and young stock: What is new“. Þessir tveir fyrirlestrar eru fluttir á ensku en verða þýddir jafnóðum. Pavo er í dag stærsti framleiðandi á kjarnfóðri og vítamínum fyrir hross í Evrópu. Þá verða dýralæknarnir Dr. Susanne Braun og Dr. Björgvin Þórisson með fyrirlestra um sjúkdóma og vandamál tengd fóðrun hrossa.

Höllinni sjálfri verður svo skipt niður í hólf og verða bílar og hestakerrur frá Öskju, Jötni og Toyota Selfossi til sýnis auk þess sem hinn magnaði stóðhestur Arion frá Eystra-Fróðholti verður á svæðinu.

Eðalhestar teyma undir börnum yfir daginn en gert verður hlé á því þegar Sigurbjörn Bárðarson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir verða með fróðlega sýnikennslu um hvernig eigi að velja sér reiðhest og algeng vandamál reiðhesta. Á stéttinni í anddyri hallarinnar mun Leó Hauksson, íslandsmeistari í járningum, sýna listir sínar. Þar verða einnig kynningar frá Kerckhaert og Mustad.

Boðið verður upp á hnakkamátun og hvetjum við fólk til að mæta með hestinn sinn og fá ráðleggingar varðandi val á hnakki við hæfi. Einnig verða hestar á staðnum til að máta hnakka á og fara allir sem mæta í hnakkamótun í pott og geta unnið frían miða á Landsmót hestamanna! Einnig bjóðum við upp á örmerkingu á hnökkum gegn vægu gjaldi.

Við hvetjum alla til þess að mæta og gera sér glaðan dag með okkur, allir velkomnir og ókeypis inn!

Dagskrána má sjá hér. 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana