Fóður og bætiefni fyrir hesta

Fóður og bætiefni
Fóður og bætiefni

Nú þegar hestar eru teknir á hús, eftir fremur þungan vetur, eru margir að velta fyrir sér hvaða fóður og bætiefni er gott að gefa með gróffóðrinu.

 Hér eru nokkrar vörur sem fást hjá Líflandi og gefið hafa góða raun.

1. Máttur
Er einstaklega gott kjarnfóður fyrir hross, einkum fyrir holdgranna hesta sem þarf að fita. Fóðrið er lystugt og eykur orku hestsins enda inniheldur það úrvals próteingjafa ásamt æskilegu hlutfalli vítamína og steinefna.

 2. Pavo PodoGrow
Þetta fóður inniheldur æskileg hlutföll af magnesíum, kalsíum og fosfór sem eru mikilvæg fyrir rétta uppbyggingu og vöxt beina. Þetta fóður hefur einnig reynst einstaklega vel sem kjarnfóður fyrir holdgrönn og orkukræf hross sem erfitt er að koma holdum á.

 3. Pavo SlobberMash
Er hentugur til þess að gefa til dæmis eftir lasleika eða erfiða þjálfun. Mikið magn af hörfræjum hefur áhrif á feldinn, styður heilbrigt meltingarkerfi og dregur úr hættu á hrossasótt. Þetta er afar lystugt fóður jafnvel fyrir vandláta hesta.

 4. Pavo SpeediBeet
Er unnið úr sykurrófuhrati og er mjög góður orkugjafi sem miðlar orkunni hægt en örugglega til hestsins. Það hefur einnig góð áhrif á gerlaflóru í meltingarvegi.

 5. Lýsi
Styrkir ónæmiskerfið og getur dregið úr bólgumyndun. Það hefur jafnframt jákvæð áhrif á feld og hárafar. Það er auðugt af A og D vítamínum og omega-3 fitusýrum.

 6. Repjuolía
Er góður orkugjafi bæði fyrir hross í léttri og mikilli þjálfun en nýtist einnig til þess að bæta holdafar hrossa. Með olíugjöfinni er minni hætta á hófsperru og öðrum kvillum sem oft geta fylgt kjarnfóðurgjöf.

 Komið við í verslunum Líflands að hafið samband við sölumann í síma 540 1100 og fáðu nánari upplýsingar um það mikla úrval af fóðri og bætiefnum sem við höfum upp á að bjóða.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana