Búkolla steinefnablöndur komnar í hús

Með söfnun heysýna síðastliðinn áratug hefur Lífland í samstarfi við bændur byggt upp gagnagrunn um efnasamsetningu íslenskra heyja. Þær upplýsingar hafa sérfræðingar Trouw Nutrition notað til að setja saman nýjar steinefnablöndur fyrir Lífland sem eru sérframleiddar fyrir íslenskar mjólkurkýr. Auk þessarar sérstöðu innihalda blöndurnar þrjár nýjungar sem geta stuðlað að bættri nýtingu steinefna og haft jákvæð áhrif á heilbrigði gripa:

  1.  Steinefni. Þær innihalda allar steinefni á formi sem er torleystara en áður hefur tíðkast (Intellibond). Þannig nýtast þau steinefni sem í blöndunni eru lengur og betur.
  2. Andoxunarefni. Nýju blöndurnar hafa allar að geyma andoxunarefni sem kallast AOmix, sem geta aukið styrk frumuhimna og þannig haft áhrif til lækkunar á magni frírra fitusýra í mjólk og bættu heilsufari.
  3. Góðgerlar. Tvær af blöndunum innihalda lifandi góðgerla, Levucell SC, sem hjálpa til við að bæta góðgerlaflóru í meltingavegi kúnna. Þannig má bæta vambarumhverfi gripanna, draga úr sýrustigssveiflum í vömb, auka nýtingu fóðurefna sem og auka vellíðan gripa.

Blöndurnar eru þrjár talsins:

Búkolla - Hámark er blanda sem er einkum hugsuð fyrir hámjólka kýr. Blandan inniheldur hátt hlutfall andoxunarefna og E-vítamíns auk lífræns selens sem nýtist betur en hefðbundið selen. Þá inniheldur blandan Levucell SC góðgeril.

Búkolla - Bót er grunnblanda sem nýtist öllum mjólkurkúm. Blandan inniheldur hefðbundið selen og andoxunarefni og án góðgerla.

Búkolla - Geldstaða er töluvert frábrugðin hinum blöndunum enda sérsniðin að þörfum geldkúa. Þannig inniheldur blandan einkar hátt hlutfall af Levucell SC góðgerlum, andoxunarefnum sem og bæði hefðbundnu og lífrænu seleni. Blandan er með mjög lágt hlutfall af kalsíum og natríum en hátt hlutfall magnesíum sem dregur úr líkum á súrdoða og stálma og eykur líkur á að kýr verði hraustar og afurðamiklar eftir burð.

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana