Meistaradeild Líflands og æskunnar lauk á fimmtudaginn

Meistaradeild Líflands og æskunnar er mótaröð þar sem kepptu tíu lið með fimm liðsmenn innanborðs og er deildin bæði liðakeppni og einstaklingskeppni. Mótin voru fjögur í vetur og hófust leikar þann 19. febrúar með keppni í fjórgangi og lauk núna á fimmtudag með verðlaunaafhendingu í TM – Reiðhöllinni í Víðidal. Lífland er aðal styrktaraðili þessa móts og er stolt af því styðja þessa ungu og duglegu hestamenn í sinni íþrótt því að þeir eru framtíðin.

Mótið gekk með eindæmum vel og stóðu ungu knaparnir sig með miklum ágætum. Hægt er að skoða myndbönd frá mótinu hér. http://www.hestafrettir.is/sjonvarp/

Hér má sjá myndir af fulltrúum þeirra liða sem lentu í fyrsta, öðru og þriðja sæti í liðakeppninni ásamt Hákoni Dan Ólafssyni sem sigraði einstaklingskeppnina og Þóri Haraldssyni frá Líflandi.

 Þrjú stigahæstu liðinStigahæsti knapinn, Hákon Dan Ólafsson, Málningu


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is